Brasilíski kantmaðurinn Antony hefur farið feykilega vel af stað á láni hjá Real Betis í efstu deild spænska boltans.
Antony er hjá félaginu á láni frá Manchester United, sem keypti hann frá Ajax fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þrátt fyrir mörg tækifæri tókst Antony ekki að skína í enska boltanum en hann er að gera flotta hluti á Spáni.
Hann var í byrjunarliði Betis í sigri gegn Getafe í gær og lagði upp fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald í uppbótartíma fyrir heldur litlar sakir, eins og má sjá hér fyrir neðan.
Eftir þessa stoðsendingu er Antony búinn að skora þrjú mörk og gefa tvær stoðsendingar í sex leikjum með Betis.
Sjáðu rauða spjaldið
Athugasemdir