Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í dönsku úrvalsdeildinni, Superliga. AGF vann öruggan 4-0 heimasigur á Álaborg í Árósum og Norsjælland vann 3-2 heimasigur á Sönderjyske.
Mikael Neville Anderson var á sínum stað í byrjunarliði AGF og átti hann stórleik. Mikael lagði upp fyrsta markið, skoraði annað markið og lagði svo líka upp það þriðja. Báðar stoðsendingar komu eftir fyrirgjafir frá hægri og markið, sem má sjá hér að neðan, skoraði hann með laglegri afgreiðslu.
Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp sjö í deildinni. Sjö stoðsendingar er það mesta í deildinni samkvæmt Transfermarkt, en Mikael deilir efsta sætinu með tveimur öðrum leikmönnum.
Mikael er algjör lykilmaður í liði AGF og framlengdi hann samning sinn við félagið fyrr í vetur. Landsliðsmaðurinn lék allan leikinn í dag. Unglingalandsliðsmaðurinn Nóel Atli Arnórsson var ónotaður varamaður í liði Álaborgar.
Mikael Neville Anderson var á sínum stað í byrjunarliði AGF og átti hann stórleik. Mikael lagði upp fyrsta markið, skoraði annað markið og lagði svo líka upp það þriðja. Báðar stoðsendingar komu eftir fyrirgjafir frá hægri og markið, sem má sjá hér að neðan, skoraði hann með laglegri afgreiðslu.
Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp sjö í deildinni. Sjö stoðsendingar er það mesta í deildinni samkvæmt Transfermarkt, en Mikael deilir efsta sætinu með tveimur öðrum leikmönnum.
Mikael er algjör lykilmaður í liði AGF og framlengdi hann samning sinn við félagið fyrr í vetur. Landsliðsmaðurinn lék allan leikinn í dag. Unglingalandsliðsmaðurinn Nóel Atli Arnórsson var ónotaður varamaður í liði Álaborgar.
Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði SönderjyskE og lék allan leikinn. SönderjyskE komst yfir í leiknum en Nordsjælland svaraði með þremur mörkum og gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin.
Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi SönderjyskE en hann fór í aðgerð fyrir áramót.
AGF er sem stendur í 3. sæti, tveimur stigum á eftir toppliðunum FCK og Midtjylland, en þau mætast innbyrðis á Parken klukkan 17:00. SönderjyskE er í 10. sæti, fimm stigum fyrir ofan Lyngby sem er í 11. sætinu, fallsæti.
Mikael Anderson har gjort det til 2-0 til AGF mod AaB!
— Superliga Spottet (@SldkSpottet) February 23, 2025
Sikke en flot indvielse af deres nye midlertidige stadion. Det er også godt at se Anderson endelig få gang i målkontoen det bliver vigtigt for AGF fremover.#sldk #ultratwitteragf #Superaab #agfaab
pic.twitter.com/ppNpx4hBjK
Athugasemdir