Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
banner
   sun 23. febrúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Funheitur Neymar skoraði úr hornspyrnu
Mynd: EPA
Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt Santos í heimalandinu á dögunum og er leikmaðurinn byrjaður að finna taktinn.

Neymar hefur spilað síðustu sex leiki í röð hjá Santos og tókst honum að skora og leggja upp í þarsíðasta leik, sem fór fram 17. febrúar.

Hann er aftur í byrjunarliðinu í dag þar sem Santos er að spila á útivelli gegn Inter de Limeira og er staðan 0-3 í leikhlé.

Neymar gerði sér lítið fyrir og gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum auk þess að skora sjálfur stórglæsilegt mark beint úr hornspyrnu, sem má sjá hér fyrir neðan.

Santos [2]-0 Inter de Limeira - Neymar olympic goal
byu/brunopcosta1 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner