Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona að selja Vitor Roque heim til Brasilíu
Vitor Roque.
Vitor Roque.
Mynd: EPA
Barcelona er að selja framherjann Vitor Roque aftur heim til Brasilíu en félagið er að nálgast samkomulag við Palmeiras um félagaskipti hans.

Kaupverðið kemur til með að vera um 25 milljónir evra.

Palmeiras vonast til að ganga frá skiptunum fyrir næstkomandi föstudag þegar félagaskiptaglugginn í landinu lokar.

Roque er þessa stundina á láni hjá Real Betis en þar hefur hann gert sjö mörk í 33 leikjum.

Roque kom til Barcelona frá Athletico Paranaense sumarið 2023 en náði ekki að heilla hjá Katalóníustórveldinu.
Athugasemdir
banner