Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvað í andskotanum er enskur úrvalsdeildarsenter að gera á Íslandi?"
Ísak Snær átti stóran þátt í því að Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022 og aftur 2024.
Ísak Snær átti stóran þátt í því að Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022 og aftur 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Logi Tómasson átti frábæra innkomu gegn Wales síðasta haust.
Logi Tómasson átti frábæra innkomu gegn Wales síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Garðarsson með símann á lofti á leik á Íslandi.
Ólafur Garðarsson með símann á lofti á leik á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak á að baki sex landsleiki og í þeim hefur hann skorað eitt mark.
Ísak á að baki sex landsleiki og í þeim hefur hann skorað eitt mark.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ágúst Orri á aðalliðsæfingu með Genoa.
Ágúst Orri á aðalliðsæfingu með Genoa.
Mynd: Aðsend
Logi skoraði eitt og átti risastóran þátt í öðru marki í endurkomunni gegn Wales.
Logi skoraði eitt og átti risastóran þátt í öðru marki í endurkomunni gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark á dögunum. Þar fór hann yfir sinn feril sem umboðsmaður og sagði skemmtilegar vinnutengdar sögur.

Ólafur hefur starfað sem umboðsmaður í tæpa þrjá áratugi og verið með mjög marga íslenska leikmenn í gegnum tíðina og er í dag með nokkra tugi á sínum snærum.

Skemmtilegt símtal frá dönsku úrvalsdeildarfélagi
Ísak Snær Þorvaldsson er einn af þeim sem Óli sér um. Hann er leikmaður Rosenborg í Noregi en lék á síðustu leiktíð með Breiðabliki á láni. Hann var frábær seinni hluta tímabilsins, eiginlega alveg óstöðvandi. Óli sagði frá skemmtilegu símtali sem hann fékk út af Ísaki í vetur.

„Sum lið fylgjast mjög vel með og ég fékk t.d. símtal um daginn frá dönsku úrvalsdeildarliði. Þeir spyrja hvort að Ísak Þorvalds ætli að taka slaginn með Rosenborg. Já sagði ég, 'hann fór bara strax eftir mót til Rosenborg og er þar núna'. 'Ókei, þú lætur okkur vita ef það breytist eitthvað, ég horfi á svona þrjá leiki í hverri umferð á Íslandi. Alltaf þegar ég sé Ísak Þorvalds þá hugsa ég hvað í andskotanum er enskur úrvalsdeildarsenter að gera á Íslandi?'"

„Ísak er svo öðruvísi, hann er með svo ofboðslegan skrokk. Þegar maður tekur utan um hann þá stingast brjóstin í þig, harðir kögglar. Hann er öðruvísi senter. Ég man að ég ræddi um hann við Åge Hareide. Þegar hann tók við þá spurði hann auðvitað fullt af fólki hverju hann ætti að breyta og hvaða leikmenn sem ekki hefði verið horft á hann ætti að horfa á. Ég kom með hann til KSÍ þegar hann var ráðinn og hann spurði mig að þessu. Ég passaði að segja honum ekki bara frá mínum leikmönnum, ég sagði honum frá mörgum öðrum leikmönnum sem ég vildi sjá, t.d. Andra Fannari Baldurssyni."

„Ég sagði honum frá Ísaki og hann sagði að hann væri ekki senter í sínum huga, hann væri miðjumaður. Ég sagði að keypti alveg það sem hann væri að segja, hann hafi verið miðjumaður, en væri öðruvísi senter. Hareide valdi hann í janúar 2024 og þar stóð Ísak sig drullu vel, skoraði og lagði upp. Þá sagði Hareide að hann skildi þetta betur, hann gefur manni ákveðna vídd. Ég hugsa að ef Ísak hefði haldið áfram hjá Rosenborg og ekki komið heim í sumar þá hefði hann verið í landsliðshópnum."

„Núna þarf Ísak bara að sanna sig þar sem hann er, það vita allir hvað hann getur. Breiðablik vann deildina þessi tvö sumur sem hann var með liðinu,"
sagði Óli.

Ísak er 23 ára og er samningsbundinn Rosenborg út árið 2027. Hann hefur verið orðaður við endurkomu í Breiðablik í vetur. Hann byrjaði tvo af þremur leikjum Rosenborg í Atlantic Cup á dögunum og skoraði eitt mark.

Skildi alls ekki hvers vegna Ágúst fékk ekki að spila
Ágúst Orri Þorsteinsson hélt heim í Breiðablik í vetur frá ítalska félaginu Genoa. Ágúst er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður/kantmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki.

„Ég seldi Ágúst Orra til Genoa, þeir voru með þýskan yfirmann fótboltamála, voru búnir að sjá hann spila á móti Spáni þar sem hann var bestur, vissu að þeir væru að kaupa mjög hæfileikaríkan leikmann. Það eru svo margir skrítnir hlutir á Ítalíu. Það er ákveðinn knattspyrnuhroki. Ágúst er félagslega sterkur, alltaf brosandi og í góðu skapi. Hjá Genoa var bara kvartað og kveinað, nánast frá fyrsta degi, af því hann talaði ekki ítölsku frá fyrsta degi."

„Ég benti á að Albert Guðmundsson talaði ekki ítölsku og að það væri ekki að há honum mikið. Það voru svona litlir hlutir. Ég vona að ég sé ekki að segja of mikið. Ágúst kannski kom inn í matsalinn, mætti aðstoðarþjálfaranum á leiðinni út og segir brosandi 'var ekki maturinn góður?' Þá er bara potað í bringuna á honum og sagt að hann verði að læra að allur ítalskur matur væri góður. Það er aldrei hrósað eða gefin fimma."

„Hann var hættur að fá að koma inn á í Primavera (Vara/unglingalið) liðinu og þá ákváðum við að slíta þessu, það tók svolítinn tíma. Svo var landsleikjahlé, ekki búið að skrifa undir riftunina. Genoa var með nokkra leikmenn í einhverjum landsliðum og Ágúst var kallaður á aðalliðsæfingu. Ég heyrði það frá öðrum aðila að Ágúst hefði fíflað bakvörðinn þeirra nokkrum sinnum, það oft að bakvörðurinn var farinn að ýta honum og hafa í hótunum."

„Yfirmaður fótboltamála sagði mér að það hafi legið við áflogum á milli aðalliðsþjálfarans og þjálfara Primavera liðsins, aðalliðsþjálfarinn skildi ekki hvers vegna í ósköpunum það væri ekki verið að nota Ágúst. Þá var þetta bara of seint, hugurinn hjá Ágústi var bara kominn heim."

„Þessir dílar við ítölsku félögin voru mjög einkennilegir, félögin borguðu oft ekkert eða nánast ekkert fyrir menn, mikið framtíðarpeningar,"
sagði Óli sem ræðir í þættinum meira um félagaskipti ungra leikmanna til ítalskra félaga.

Aldrei séð svona á 28 ára ferli
Logi Tómasson er vinstri bakvörður Strömsgodset og hefur verið orðaður við Brann sem er talsvert stærra félag í Noregi sem ætlar sér stærra hlutverk. Logi var nálægt því að fara til Kortrijk í Belgíu síðasta haust en stjórn belgíska félagsins kom í veg fyrir að þau skipti færu í gegn.

„Í sumarglugganum var Logi nýbyrjaður að vekja athygli og við fengum tilboð frá Kortrijk, töldum það mjög gott skref að fara til Freys Alexanderssonar því hann hefur sýnt að hann er mjög góður í að draga það besta fram í mönnum og frábær að mynda liðsheild. Í tvígang náðum við samkomulagi en stjórnin hjá Kortrijk felldi það í bæði skiptin. Í seinna skiptið, til þess að reyna halda þessu á lífi, fékk ég út úr Kortrijk hvernig nákvæmlega belgíska félagið vildi hafa samninginn. Strömsgodset samþykkti það en Kortrijk felldi það samt. Ég hef aldrei á 28 ára orðið vitni af þessu. Í dag er gott að hann hafi ekki farið því Freyr er ekki lengur þar."

„Logi hélt áfram að vekja athygli, komst í landsliðið og ef það væri sumargluggi í gangi núna þá væri hann löngu seldur. Það er möguleiki að hann fari eitthvað núna, það er áhugi fyrir honum, en það eru ekkert margir gluggar opnir núna. Af þeim liðum sem hafa áhuga þá væri Brann frábært skref. Ég held að hann yrði þá ennþá tilbúnari í næsta skref eftir eitt og hálft eða tvö ár."

„Hann var óheppinn að fá spjaldið í útileiknum gegn Svartfjallalandi og var því í banni úti í Wales sem var alvöru vettvangur. Það var líka slæmt fyrir landsliðið sem hélt hreinu úti í Svartfjallalandi og hefði verið gott að geta stillt upp sama liði, fá smá sjálfstrausti í varnarlínuna."


Eru félög að spá eitthvað í tónlistinni hans, setur hún strik í reikninginn?

„Nei nei, ég hef leyft nokkrum að heyra Skína, það vekur stormandi lukku. Hann vildi halda þessa tónleika í desember og svo ætlar hann bara að hvíla músíkina. Logi er alveg einbeittur á fótboltann."

„Ég held að þakið hjá Loga sé mjög hátt ef næsta skref verður til góðs þjálfara því hann hefur svo margt."


Það er munur á sumarglugganum og vetrarglugganum sem er opinn þessa stundina í Noregi.

„Sumir innan Strömsgodset segja að þeir eigi bara að bíða eftir sumarglugganum, selja Loga þá. Félagið fengi meira fyrir hann og Logi fengi betri samning. Það er heilmikið til í því. En ef Brann býðst í dag, þá myndi ég samt segja að það væri mjög álitlegur kostur. Þar væri Logi að fara til þjálfara sem vill fá hann og gæti gert hann að betri leikmanni. Brann er líka dásamlegur klúbbur, öll Bergen er á bakvið klúbbinn og má bera það saman við Championship-klúbb," sagði Óli sem finnst Strömsgodset vera að biðja um hátt verð fyrir Loga. Logi, sem er 24 ára, er samningsbundinn Strömsgodset út árið 2026.

Þáttinn má nálgast hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner