Danski Svíinn Filip Jörgensen í marki Chelsea gerði hrikaleg mistök gegn Aston Villa þegar Villa skoraði sigurmarkið. Jörgensen missti boltann undir sig.
Markvarðamálin hafa verið ákveðinn hausverkur fyrir Enzo Maresca stjóra Chelsea en Jörgensen var gerður að aðalmarkverði liðsins í vetur eftir slæma frammistöðu Robert Sanchez.
Markvarðamálin hafa verið ákveðinn hausverkur fyrir Enzo Maresca stjóra Chelsea en Jörgensen var gerður að aðalmarkverði liðsins í vetur eftir slæma frammistöðu Robert Sanchez.
Maresca var spurður að því hvernig Jörgensen liði eftir mistökin gegn Villa?
„Hann er í lagi. Hann er leiður og pirraður því hann veit að hann gerði mistök en í heildina er hann í fínu lagi," svaraði Maresca.
Er hann enn markvröður númer eitt?
„Það er klárt. Ef við myndum breyta í hvert sinn sem einhver gerir mistök þá væru alltaf fullt af breytingum milli leikja. Hann er áfram aðalmarkvörður."
Chelsea mætir Southampton annað lvöld og verður án Trevo Chalobah sem er meiddur.
„Hann fór í skoðun í gær og verður frá í 7-10 daga. Það er gott að meiðslin séu ekki slæm þó það sé auðvitað vont að missa annan leikmann á meiðslalistann," segir Maresca.
Athugasemdir