„Þetta er yndislegur maður og frábær þjálfari en þessi feluleikur hans, ef þú ert að þjálfa Val þá þýðir ekki að hlaupa í felur þegar erfiðir hlutir gerast. Hvar er þjálfarinn?" segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Þar var rætt um að þjálfari Vals Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, hefur ítrekað hafnað viðtalsbeiðnum Fótbolta.net að undanförnu. Meðal annars eftir leik gegn Þrótti í Lengjubikarnum í liðinni viku.
Það hefur verið talsverð ólga hjá Val eftir að Gylfi Þór Sigurðsson náði að knýja fram sölu frá Val til Víkings.
Þar var rætt um að þjálfari Vals Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, hefur ítrekað hafnað viðtalsbeiðnum Fótbolta.net að undanförnu. Meðal annars eftir leik gegn Þrótti í Lengjubikarnum í liðinni viku.
Það hefur verið talsverð ólga hjá Val eftir að Gylfi Þór Sigurðsson náði að knýja fram sölu frá Val til Víkings.
„Sem þjálfari hjá stórum klúbbi hlýtur þú að þurfa að vera andlitið út á við og málsvari, þú verður að geta frontað það þegar erfiðir hlutir eru í gangi. Túfa þorir því ekki eða vill það ekki," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.
„Við þekkjum marga Valsara og það eru efasemdarraddir um að Túfa valdi þessu starfi. Það eru margir sem telja að hann sé í of stórum skóm. Að hann hlaupi í felur er bara risastórt veikleikamerki fyrir hann og hans stöðu."
Túfa tók við Val eftir að Arnar Grétarsson var rekinn í fyrra en náði ekki að rétta gengi liðsins við. Þorgrímur Þráinsson, hinn mikli Valsari og fyrrum formaður félagsins, lýsti efasemdum um Túfa í skrifum á Facebook á dögunum svo úr varð fréttaefni.
„Það að þjálfari geti ekki búið til alvöru liðsheild er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað. Persónulega finnst mér þetta vandræðalegt fyrir mitt ágæta félag. En það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér," skrifaði Þorgrímur.
Athugasemdir