Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Höjlund búinn hjá Man Utd?
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Frammistaða danska sóknarmannsins Rasmus Höjlund frá því hann gekk í raðir Manchester United hefur ekki verið nægilega góð. Bara alls ekki.

Höjlund er á sínu öðru tímabili með Man Utd eftir að hann kom til félagsins frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda. Á tveimur tímabilum hefur hann gert tólf mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Höjlund hefur verið harðlega gagnrýndur eftir frammistöðu sína gegn Everton um liðna helgi.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News telur að Rúben Amorim sé hugsanlega búinn að fá nóg af Höjlund sem virtist vera búinn að gefast upp áður en hann var tekinn út af gegn Everton. Amorim er óhræddur við að taka menn út úr liðinu ef hann er ekki sáttur með þá eins og sást með Marcus Rashford sem er í dag kominn til Aston Villa.

Hinn 17 ára gamli Chido Obi fékk 20 mínútur gegn Everton og gerði meira en Höjlund á þeim tíma.

„Þó að hann sé greinilega ekki lokaútgáfan af sjálfum sér, þá geturðu séð að það er vilji frá Obi til að heilla en það er ekki hægt að segja það sama lengur um Höjlund og er það áhyggjuefni," segir í grein Manchester Evening News.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner