Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 16:21
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Kean missti meðvitund í þriðja tapi Fiorentina í röð
Moise Kean borinn af velli.
Moise Kean borinn af velli.
Mynd: EPA
Verona 1 - 0 Fiorentina
1-0 Antoine Bernede ('90 )

Albert Guðmundsson er á meiðslalistanum og lék ekki með Fiorentina sem tapaði 1-0 gegn Hellas Verona í dag. Þetta var þriðji tapleikur Fiorentina í röð.

Moise Kean, helsti markaskorari Fiorentina, lenti í samstuði í leiknum og fékk skurð á höfuðið. Skömmu eftir að hann kom aftur inn á völlinn virtist liða yfir hann og hann var borinn af velli á börum. Hann var fluttur á sjúkrahús í skoðun.

Fiorentina er í sjötta sæti með 62 stig en Hellas Verona, sem tryggði sér sigurinn með marki Antoine Bernede í lok leiksins, er í fjórtánda sæti.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 16 6 4 59 26 +33 54
4 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
5 Juventus 25 11 13 1 42 21 +21 46
6 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
7 Milan 25 11 8 6 37 26 +11 41
8 Bologna 25 10 11 4 38 31 +7 41
9 Roma 25 10 7 8 36 29 +7 37
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 25 6 7 12 26 39 -13 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 25 2 8 15 21 39 -18 14
Athugasemdir
banner