Newcastle sigraði gegn Nottingham Forest í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liðin mættust í miklum markaleik þar sem heimamenn í liði Newcastle skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik, eftir að Callum Hudson-Odoi hafði tekið forystuna fyrir gestaliðið.
Lewis Miley og Jacob Murphy snéru stöðunni við áður en Alexander Isak svo gott sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum til viðbótar. Staðan 4-1 í leikhlé.
Gestirnir frá Nottingham komu sterkir til baka í síðari hálfleik og urðu lokatölur 4-3 eftir mörk frá Nikola Milenkovic og Ryan Yates. Eddie Howe þjálfari Newcastle svaraði spurningum að leikslokum.
„Ég er að reyna að hafa stjórn á hugsununum mínum og halda mér jákvæðum. Við sigruðum þennan leik sem var markmiðið og við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með viðbrögðin eftir hörmulega frammistöðu gegn Manchester City," sagði Howe að leikslokum.
„Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki nógu góður, okkur mistókst að halda stjórn á leiknum en tókst sem betur fer að halda þetta út. Við vörðumst föstu leikatriðunum þeirra ekki nægilega vel. Við erum ánægðir með sigurinn en vitum að við þurfum að bæta ýmsa þætti í okkar leik.
„Við þurfum að skoða seinni hálfleikinn vel og finna hvað við þurfum að gera betur. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur eftir hvern einasta leik.
„Mér líður eins og við höfum tapað þessum leik en það er ekki raunin. Við sigruðum mikilvægan slag gegn Nottingham Forest."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 27 | 19 | 7 | 1 | 64 | 26 | +38 | 64 |
2 | Arsenal | 26 | 15 | 8 | 3 | 51 | 23 | +28 | 53 |
3 | Nott. Forest | 26 | 14 | 5 | 7 | 44 | 33 | +11 | 47 |
4 | Man City | 26 | 13 | 5 | 8 | 52 | 37 | +15 | 44 |
5 | Newcastle | 26 | 13 | 5 | 8 | 46 | 36 | +10 | 44 |
6 | Bournemouth | 26 | 12 | 7 | 7 | 44 | 30 | +14 | 43 |
7 | Chelsea | 26 | 12 | 7 | 7 | 48 | 36 | +12 | 43 |
8 | Aston Villa | 27 | 11 | 9 | 7 | 39 | 41 | -2 | 42 |
9 | Brighton | 26 | 10 | 10 | 6 | 42 | 38 | +4 | 40 |
10 | Fulham | 26 | 10 | 9 | 7 | 38 | 35 | +3 | 39 |
11 | Brentford | 26 | 11 | 4 | 11 | 47 | 42 | +5 | 37 |
12 | Tottenham | 26 | 10 | 3 | 13 | 53 | 38 | +15 | 33 |
13 | Crystal Palace | 26 | 8 | 9 | 9 | 31 | 32 | -1 | 33 |
14 | Everton | 26 | 7 | 10 | 9 | 29 | 33 | -4 | 31 |
15 | Man Utd | 26 | 8 | 6 | 12 | 30 | 37 | -7 | 30 |
16 | West Ham | 26 | 8 | 6 | 12 | 30 | 47 | -17 | 30 |
17 | Wolves | 26 | 6 | 4 | 16 | 36 | 54 | -18 | 22 |
18 | Ipswich Town | 26 | 3 | 8 | 15 | 24 | 54 | -30 | 17 |
19 | Leicester | 26 | 4 | 5 | 17 | 25 | 59 | -34 | 17 |
20 | Southampton | 26 | 2 | 3 | 21 | 19 | 61 | -42 | 9 |
Athugasemdir