Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 13:25
Elvar Geir Magnússon
Allar tillögurnar á ársþinginu samþykktar
Breytingar voru gerðar á reglum um erlenda leikmenn, fjölda varamanna og gul spjöld.
Breytingar voru gerðar á reglum um erlenda leikmenn, fjölda varamanna og gul spjöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil jákvæðni á ársþingi KSÍ í gær og allar tillögurnar sem kosið var um samþykktar.

Í Bestu deildunum verður leyfilegt að skrá níu varamenn á skýrslu leikja en áður voru sjö varamenn leyfilegir. Til að mega hafa níu varamenn verða þó tveir af þeim að vera gjaldgengir í 2. aldursflokki.

Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ studdi þessa tillögu og telur að innleiðing hennar muni hafa jákvæð áhrif á þróun ungra leikmanna.

Breytingar voru gerðar á viðurlögum við agamálum. Ein áminning verður dregin af þeim leikmönnum sem hafa fengið þrjár áminningar eða færri eftir 22 umferðir í Bestu deild karla og Lengjudeild karla. Þetta sama eigi við eftir átján umferðir í Bestu deild kvenna.

Tillaga Vestra og ÍA var samþykkt um að allt að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagsvæðisins, Færeyjum og Grænlandi geti verið skráðir á skýrslu. Fyrir voru þrír leyfilegir. Í viðbót bætist við að leikmenn með breskt ríkisfang sem fengu keppnisleyfi fyrir Brexit teljist ekki á meðal þeirra fimm erlendu leikmanna.

Smelltu hér til að sjá allar tillögurnar
Athugasemdir
banner
banner
banner