
Guðmar Gauti Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki og framlengir hann samning sinn við félagið um eitt ár. Hann er nú samningsbundinn út árið 2026 en fyrri samningur hefði runnið út í lok þessa árs.
Guðmar Gauti er fæddur árið 2008 og er á lista hjá erlendum félögum og fór á reynslu til Lyngby fyrr í vetur. Valur hefur boðið í hann í vetur en Fylkir sagði nei.
Guðmar Gauti er fæddur árið 2008 og er á lista hjá erlendum félögum og fór á reynslu til Lyngby fyrr í vetur. Valur hefur boðið í hann í vetur en Fylkir sagði nei.
Guðmar Gauti kom við sögu í fimm leikjum með Fylki síðasta sumar, fjórum í deild og einum bikarleik. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur leikjum Fylkis í Lengjubikarnum í vetur.
Hann er U17 landsliðsmaður og skoraði eitt mark í sigrinum gegn Norður-Makedóníu og eitt mark í sigrinum gegn Eistlandi í undankeppni EM í nóvember síðastliðnum.
Athugasemdir