Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
banner
   sun 23. febrúar 2025 12:55
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Newcastle og Forest: Pope snýr aftur
Chris Wood skoraði þrennu á St James' Park í fyrra.
Chris Wood skoraði þrennu á St James' Park í fyrra.
Mynd: EPA
Pope er mættur af meiðslalistanum.
Pope er mættur af meiðslalistanum.
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag, Newcastle tekur á móti Nottingham Forest klukkan 14 og svo leika Manchester City og Liverpool í stórleik helgarinnar klukkan 16:30.

Sven Botman, varnarmaður Newcastle, er meiddur á hné og missir af þriðja leiknum í röð. Joelinton og Jamaal Lascelles eru einnig að glíma við hnémeiðsli og eru ekki með.

Nick Pope er mættur aftur í markið hjá Newcastle eftir meiðsli en hann spilaði síðast deildarleik þann 7. desember. Martin Dubravka sest á bekkinn. Tino Livramento og Lewis Miley koma inn í byrjunarliðið líkt og Pope en Kieran Trippier og Sandro Tonali setjast á bekkinn.

Taiwo Awoniyi sóknarmaður Nottingham Forest snýr aftur eftir að hafa misst af síðasta leik en verður með grímu eftir að hafa nefbrotnað í bikarleik gegn Exeter. Hann byrjar meðal varamanna.

Nottingham Forest vann 3-1 útisigur gegn Newcastle í fyrra en þá skoraði Chris Wood þrennu. Fyrir þann leik hafði Forest tapað sjö deildarleikjum í röð á St James' Park.

Newcastle er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum deildarleikjum. Liðið er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Forest hefur komið mjög á óvart á tímabilinu og er sem stendur í þriðja sæti, í Meistaradeildarsæti.

Byrjunarlið Newcastle: Pope; Livramento, Schär, Burn, Hall; Miley, Bruno Guimaraes, Willock; Murphy, Gordon, Isak.

Byrjunarlið Nottingham Forest: Sels; Williams, Murillo, Milenkovi?, Aina; Andersen, Dominguez, Gibbs-White; Elanga, Hudson-Odoi, Wood.




Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner