Real Madrid stendur í rifrildum við spænska fótboltasambandið vegna dómaraákvarðana sem stórveldið telur hafa farið gegn sér að undanförnu.
Real hefur kvartað hástöfun undan 'ósanngjarnri meðferð' frá dómurum La Liga.
Javier Tebas forseti La Liga deildarinnar hefur deilt sinni skoðun á málinu.
„Það hafa verið margar umdeildar dómaraákvarðanir síðustu vikur og Real Madrid er að nýta það til að rýra traust stuðningsmanna sinna og almennings í garð dómara. Þeir leggjast svo lágt að þeir búa til falssögur til að ná fram sínum markmiðum," segir harðorður Tebas.
„Ég þekki mikið af Madridistas sem eru ósammála félaginu sínu enda er þetta orðið algjört vælufélag. Þetta er félag sem grætur allan daginn, þeir gráta allar helgar og það er allt eitt stórt samsæri gegn þeim."
Tebas hélt áfram í gagnrýni sinni á Real Madrid og stjórnarháttum félagsins.
„Fótboltinn sem liðið hans Florentino Perez spilar platar fólk. Þetta stendur fyrir óligarkafótbolta þar sem einungis hinir ríku fá að taka þátt. Hann vill stjórna öllu, hann vill stjórna peningunum og öllu öðru. Ein af mistökunum sem margir Madrídingar gera er að taka orðunum og gjörðunum hans Florentino sem heilögum sannleik.
„Ég er ánægður þegar Real Madrid vinnur, ég var mjög ánægður þegar félagið vann Meistaradeildina. Ég er Madridista, ekki Florentinista."
Athugasemdir