Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 13:37
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Fabregas kom í veg fyrir að Napoli færi á toppinn
Mynd: EPA
Como 2 - 1 Napoli
1-0 Amir Rrahmani ('7 , sjálfsmark)
1-1 Giacomo Raspadori ('17 )
2-1 Assane Diao ('77 )

Cesc Fabregas og lærisveinar í Como gerðu sér lítið fyrir og unnu Napoli 2-1 í ítölsku A-deildinni í dag.

Napoli mistókst þar með að endurheimta toppsæti deildarinnar en liðið er stigi á eftir meisturunum í Inter. Liðin mætast í titilbaráttuslag næsta laugardag.

Como er í þrettánda sæti ítölsku A-deildarinnar en liðið tók forystuna í dag með kómísku sjálfsmarki á sjöundu mínútu. Rrahmani ætlaði að gefa boltann til baka á Alex Meret markvörð en í netinu endaði boltinn.

Napoli jafnaði en Rrahmani átti martraðarleik og átti einnig sök á öðru marki Como. Hann tapaði boltanum og hinn nítján ára gamli Assane Diao reyndist hetjan og skoraði sigurmarkið.

Þetta var fyrsta tap Napoli síðan 8. desember en liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum leikjum. Inter verður með eins stigs forystu þegar toppliðin mætast um næstu helgi.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 15 7 4 54 26 +28 52
4 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
5 Juventus 25 11 13 1 42 21 +21 46
6 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
7 Milan 25 11 8 6 37 26 +11 41
8 Bologna 25 10 11 4 38 31 +7 41
9 Roma 25 10 7 8 36 29 +7 37
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 25 6 7 12 26 39 -13 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 10 12 22 38 -16 22
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 25 2 8 15 21 39 -18 14
Athugasemdir
banner
banner