Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 14:40
Elvar Geir Magnússon
Of upptekinn við að leita lausna
Mynd: EPA
Philippe Clement stjóri Rangers segir að hann hafi ekki tíma til að hugsa um stöðu sína því hann sé upptekinn við að leita lausna á erfiðleikum liðsins.

Rangers tapaði 0-2 fyrir St Mirren í gær og er áfram 13 stigum frá toppnum þar sem topplið Celtic tapaði líka, 2-1 gegn Hibernian.

„Þetta var klárlega versta frammistaða liðsins á þeim sextán mánuðum sem ég hef verið í þessu starfi," sagði Clement eftir tapið í gær en talið er að sæti hans sé orðið heitt.

Þetta var fyrsti sigur St Mirren í útileik gegn Rangers síðan í nóvember 1991. Rangers mun ekki vinna titil í Skotlandi á þessu tímabili þar sem liðið féll óvænt úr skoska bikarnum, gegn Queen's Park fyrir tveimur vikum.

Rangers er þó komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og mætir þar Fenerbahce.

„Menn voru taugaveiklaðir og allir leikmenn voru langt frá sínu besta nánast allan leikinn. Svona eigum við ekki að sjá frá Rangers. Ég verð að taka ábyrgð og við þurfum að finna lausnir. Ég get bara beðið stuðningsmenn afsökunar," sagði Clement.
Athugasemdir
banner
banner
banner