Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Ísak vera besta leikmann liðsins á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Þýski miðillinn Bild telur Ísak Bergmann Jóhannesson vera besta leikmanninn í liði Fortuna Düsseldorf sem er í toppbaráttu í næstefstu deild í Þýskalandi.

Ísak er lykilmaður í liði Düsseldorf og hefur komið að 13 mörkum hingað til á tímabilinu. Auk þess að vera frábær fótboltamaður er talað um Ísak sem mikinn leiðtoga í búningsklefanum.

Ísak er aðeins 21 árs gamall en Bild telur að hann sé að verða alltof góður fyrir Düsseldorf. Hann gæti þurft að skipta um félag til að taka næsta skref á ferlinum.

Düsseldorf keypti Ísak frá FC Kaupmannahöfn í fyrra og er hann eftirsóttur af ýmsum félagsliðum í sterkustu deildum Evrópu í dag, en Ísak á fjögur ár eftir af samningi í Düsseldorf.

Ísak skoðaði sig gaumgæfilega um og valdi Düsseldorf framyfir lið úr ítölsku Serie A deildinni og efstu deildum í Skandinavíu þegar hann var seldur frá Kaupmannahöfn.

Miðjumaðurinn knái getur þó skipt um félag um leið og nægilega gott tilboð berst í hann. Talað er um að riftunarákvæði í samningi Ísaks hljóði aðeins upp á 5,5 milljónir evra (800 milljónir isk). Hann mun kosta 7,5 milljónir (1,1 milljarður isk) ef Düsseldorf fer upp um deild.

Ísak er 21 árs gamall miðjumaður með 4 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner