Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   sun 23. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
MLS: Messi með tvær stoðsendingar - Dagur byrjaði
Mynd: EPA
Mynd: Orlando City
Lionel Messi var á sínum stað í byrjunarliði Inter Miami er stórliðið tók á móti New York City FC í fyrstu umferð nýs tímabils í norður-amerísku MLS deildinni.

Inter og New York gerðu 2-2 jafntefli þar sem Messi lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn í Miami. Hann er því kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar í tveimur fyrstu leikjum ársins eftir að hafa skorað eina mark leiksins í fyrstu umferð norður-ameríska Meistarabikarsins.

Inter tók forystuna snemma leiks með marki frá Tomás Avilés, sem fékk svo að líta beint rautt spjald tæpum 20 mínútum síðar.

Tíu leikmenn Inter gáfu þó ekkert eftir og úr varð spennandi slagur þar sem bæði lið fengu góð færi en hvorugu liði tókst að bera sigur úr býtum.

Dagur Dan Þórhallsson var þá í byrjunarliði Orlando City sem tók á móti Philadelphia Union og tapaði.

Dagur Dan byrjaði í hægri bakverði en var skipt af velli eftir 56 mínútur í stöðunni 1-3. Lokatölur urðu 2-4.

Inter Miami 2 - 2 New York City

Orlando City 2 - 4 Philadelphia Union

Athugasemdir
banner
banner
banner