Barry Ferguson, fyrrum fyrirliða Rangers, verður boðið að taka við liðinu út tímabilið.
Rangers ákvað í gær að reka Philippe Clement úr þjálfarasætinu eftir 16 mánuði við stjórnvölinn. Gengi félagsins hefur ekki verið nægilega gott heimafyrir þrátt fyrir flottan árangur í Evrópudeildinni
Rangers ákvað í gær að reka Philippe Clement úr þjálfarasætinu eftir 16 mánuði við stjórnvölinn. Gengi félagsins hefur ekki verið nægilega gott heimafyrir þrátt fyrir flottan árangur í Evrópudeildinni
Rangers er 13 stigum á eftir Celtic í skosku titilbaráttunni og getur hvorki unnið deildina né bikarinn í ár. Liðið er aðeins að keppast um Evrópudeildina og þykir það ekki nægilega gott fyrir stjórnendur og stuðningsmenn félagsins. Clement hefur því verið rekinn.
Síðasti leikur Clement með liðið var 2-0 tap gegn St Mirren í skosku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt Daily Record verður Ferguson boðið að taka við Rangers út tímabilið en hann þekkja stuðningsmenn liðsins afar vel. Ferguson var lengi fyrirliði Rangers.
Ferguson hefur ekki þjálfað síðan í febrúar 2022 en hann var þá þjálfari Alloa Athletic. Hann hefur einnig stýrt Clyde og Kelty Hearts á ekki svo merkilegum stjóraferli sínum.
Athugasemdir