Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso bætti met í þýsku deildinni
Mynd: EPA
Xabi Alonso er búinn að bæta met í efstu deild þýska boltans eftir að Bayer Leverkusen lagði Holstein Kiel að velli í gær.

Þetta var 28. útivallaleikurinn í röð sem Leverkusen spilar án þess að tapa, en fyrra metið stóð í 27 útivallarleikjum. Það afrekaði Udo Lattek fyrst við stjórnvölinn hjá FC Bayern á níunda áratuginum og síðar með FC Schalke 04 á þeim tíunda.

Þrátt fyrir þetta ótrúlega gengi er Leverkusen í öðru sæti þýsku deildarinnar - fimm stigum á eftir stórveldi FC Bayern sem á einnig leik til góða. Þessi tvö stórveldi drógust saman í Meistaradeild Evrópu og mætast í fjórðu innbyrðisviðureign sinni á tímabilinu þegar 16-liða úrslitin fara af stað.

Alonso hefur gert ótrúlega hluti frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá Leverkusen í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari, eftir að hafa þjálfað varaliðið hjá Real Sociedad við góðan orðstír. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá FC Bayern 2017 og varð svo fyrsti þjálfarinn til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Bæjara í Þýskalandi nokkrum árum síðar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 22 17 4 1 65 19 +46 55
2 Leverkusen 23 14 8 1 51 27 +24 50
3 Eintracht Frankfurt 22 12 6 4 49 29 +20 42
4 Freiburg 23 12 3 8 34 36 -2 39
5 Mainz 23 11 5 7 37 24 +13 38
6 RB Leipzig 22 10 7 5 36 29 +7 37
7 Stuttgart 22 10 5 7 40 33 +7 35
8 Wolfsburg 23 9 7 7 46 37 +9 34
9 Gladbach 23 10 4 9 35 35 0 34
10 Dortmund 23 9 5 9 43 38 +5 32
11 Augsburg 23 8 7 8 27 35 -8 31
12 Werder 23 8 6 9 35 47 -12 30
13 Union Berlin 23 6 6 11 21 35 -14 24
14 St. Pauli 23 6 3 14 18 27 -9 21
15 Hoffenheim 22 5 6 11 29 45 -16 21
16 Bochum 23 3 6 14 22 47 -25 15
17 Heidenheim 22 4 2 16 25 45 -20 14
18 Holstein Kiel 23 3 4 16 34 59 -25 13
Athugasemdir
banner
banner