Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 11:09
Elvar Geir Magnússon
Hákon fagnaði að hætti Ronaldo og „hringdi“ í kærustuna
Hákon skoraði tvö mörk í gær.
Hákon skoraði tvö mörk í gær.
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille í gær en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Mónakó.

Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í efstu deild Frakklands eins og Vísir fjallar um. Þá tvennu skoraði Teitur Þórðarson, einmitt á móti Lille, þegar hann var leikmaður Lens.

„Ég er stoltur af sjálfum mér og liðinu,“ sagði Hákon eftir leikinn. „Það er frábært að hafa skorað gegn keppinautum okkar í svona mikilvægum leik. Ég er stoltur af ölli liðinu.“

Hákon er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar á tímabilinu. Hann fagnaði fyrra markinu í gær að hætti Cristiano Ronaldo en því síðara með því að leika eftir símtal. Í hvern var hann að hringja?

„Ég var að hringja í kærustuna," sagði Skagamaðurinn við franska fjölmiðla.

Lille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar og í harðri baráttu við Mónakó og fleiri lið um sæti í Meistaradeildinni. PSG er á kunnuglegum stað á toppi deildarinnar með tíu stiga forystu á Marseille sem er í öðru sæti.



Athugasemdir
banner
banner