Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille í gær en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Mónakó.
Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í efstu deild Frakklands eins og Vísir fjallar um. Þá tvennu skoraði Teitur Þórðarson, einmitt á móti Lille, þegar hann var leikmaður Lens.
„Ég er stoltur af sjálfum mér og liðinu,“ sagði Hákon eftir leikinn. „Það er frábært að hafa skorað gegn keppinautum okkar í svona mikilvægum leik. Ég er stoltur af ölli liðinu.“
Hákon er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar á tímabilinu. Hann fagnaði fyrra markinu í gær að hætti Cristiano Ronaldo en því síðara með því að leika eftir símtal. Í hvern var hann að hringja?
„Ég var að hringja í kærustuna," sagði Skagamaðurinn við franska fjölmiðla.
Lille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar og í harðri baráttu við Mónakó og fleiri lið um sæti í Meistaradeildinni. PSG er á kunnuglegum stað á toppi deildarinnar með tíu stiga forystu á Marseille sem er í öðru sæti.
Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í efstu deild Frakklands eins og Vísir fjallar um. Þá tvennu skoraði Teitur Þórðarson, einmitt á móti Lille, þegar hann var leikmaður Lens.
„Ég er stoltur af sjálfum mér og liðinu,“ sagði Hákon eftir leikinn. „Það er frábært að hafa skorað gegn keppinautum okkar í svona mikilvægum leik. Ég er stoltur af ölli liðinu.“
Hákon er kominn með sex mörk og fjórar stoðsendingar á tímabilinu. Hann fagnaði fyrra markinu í gær að hætti Cristiano Ronaldo en því síðara með því að leika eftir símtal. Í hvern var hann að hringja?
„Ég var að hringja í kærustuna," sagði Skagamaðurinn við franska fjölmiðla.
Lille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar og í harðri baráttu við Mónakó og fleiri lið um sæti í Meistaradeildinni. PSG er á kunnuglegum stað á toppi deildarinnar með tíu stiga forystu á Marseille sem er í öðru sæti.
???????? Hákon Haraldsson célèbre son but comme le GOAT Cristiano Ronaldo ! ????????????????
— Actu CR7???? (@ActuCR7_) February 22, 2025
pic.twitter.com/R1nbSdcFyW
Un doublé hier pour Hakon Haraldsson, son premier en @Ligue1 ???????????? pic.twitter.com/KryYo2aP51
— LOSC (@losclive) February 23, 2025
Athugasemdir