Moise Kean, sóknarmaður Fiorentina, var fluttur á Borgo Trento sjúkrahúsið í Veróna eftir að hann missti meðvitund í 1-0 tapi síns liðs gegn Hellas Verona í gær.
Skömmu áður en það leið yfir Kean hafði hann fengið höfuðhögg í samstuði við mótherja.
Skömmu áður en það leið yfir Kean hafði hann fengið höfuðhögg í samstuði við mótherja.
Eftir ítarlegar rannsóknir fannst ekkert alvarlegt en vegna varúðarráðstafana þá dvaldi Kean á sjúkrahúsinu í nótt en var útskrifaður í morgun.
Þessi 24 ára leikmaður er nú að jafna sig og sjúkrateymi Fiorentina fylgist með ástandi hans. Óvíst er hvort hann geti verið með Fiorentina í næsta leik, gegn Lecce á föstudag.
Albert Guðmundsson er á meiðslalista Fiorentina og spilar ekki næstu vikurnar. Liðið situr í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir