Hoffenheim 1 - 1 Stuttgart
0-1 Nick Woltemade ('9)
1-1 Gift Orban ('74)
0-1 Nick Woltemade ('9)
1-1 Gift Orban ('74)
Hoffenheim tók á móti Stuttgart í lokaleik dagsins í efstu deild þýska boltans og tóku gestirnir forystuna snemma leiks þegar Nick Woltemade kom boltanum í netið.
Stuttgart var talsvert sterkari aðilinn og fékk góð færi til að bæta marki við leikinn en tókst ekki.
Gestirnir héldu forystunni allt þar til á 74. mínútu þegar Gift Orban jafnaði metin með einni af tveimur marktilraunum Hoffenheim sem hæfðu rammann í leiknum.
Stuttgart tókst ekki að gera sigurmark svo lokatölur urðu 1-1.
Stuttgart hefur verið að ganga illa að undanförnu og er liðið þremur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta jafntefli.
Hoffenheim er í neðri hlutanum, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir