Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 13:02
Elvar Geir Magnússon
Spennandi lífsreynsla að flytja til Ísafjarðar - „Ætla að gera mun betur“
Mynd: Vestri
Vestri samdi á dögunum við sænskan vinstri bakvörð. Sá heitir Anton Kralj og er 26 ára gamall. Hann lék með í yngri landsliðum Svía þar sem hann spilaði 35 leiki í heildina en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Anton lék á láni hjá GIF Sundsvall í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð og kemur til Vestra á frjálsri sölu frá Hammarby.

„Það var einhver áhugi frá efstu deildum Svíþjóðar en ekkert sem mér þótti nægilega spennandi. Ég hef verið talsvert lengi í Svíþjóð núna og ekki náð að brjóta mér leið í gegn," segir Kralj við Fotbollskanalen.

„Það verður spennandi áskorun og að fara í nýtt land og fá ný augu á mig. Mér líður eins og það hafi verið góð ákvörðun á endanum að fara til Íslands. Þetta er lítill bær og öðruvísi en ég er vanur en það er mjög notalegt hérna. Það eru fjöll allt í kring og skemmtilegt umhverfi," segir Kralj.

Hann er í íbúð með Diego Montiel, landa sínum, miðjumanni sem kom í desember. Þeir spiluðu saman með Gefle 2017 og hafa þekkst lengi.

Kralj segir að markmið Vestra sé að gera mun betur á síðasta tímabili en þá var liðið markatölunni frá fallsæti.

„Félagið vill taka ný skref. Þeir fengu mig og Montel inn og ætla að styrkja liðið enn frekar. Þeir vilja eiga mun betra tímabil í ár. Þjálfarinn sér mig sem byrjunarliðsmann. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma hingað. Ég þarf að fá traustið og leikirnir hafa ekki verið margir síðasta árið."
Athugasemdir
banner
banner