Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 22:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baldvin Berndsen á leið í ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Þór Berndsen, miðvörður Fjölnis, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir ÍA. Félagið hefur fylgst með honum í talsverðan tíma og Skagamenn ekki þeir einu sem hafa verið með nafn hans á lista.

Baldvin átti gott tímabil síðasta sumar þegar hann spilaði með jafnaldra sínum Júlíusi Mar Júlíussyni í hjarta varnarinnar. Þeir og markmaðurinn Halldór Snær Georgsson eru allir fæddir 2004 en enginn af þeim verður með Fjölni í sumar. Halldór Snær og Júlíus voru seldir til KR og Baldvin er nú á leið til ÍA.

Baldvin er samningsbundinn Fjölni út árið og því þarf ÍA að kaupa hann. Hann var ekki í leikmannahópnum þegar Fjölnir mætti Vestra í gær.

Alls á Baldvin að baki 51 leik í Lengjudeildinni og í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Baldvin var sex sinnum í liði umferðarinnar í sumar og á bekknum í liði ársins.

Hann verður annar leikmaðurinn á meistaraflokksaldri sem ÍA krækir í þennan veturinn. Sá fyrsti var Ómar Björn Stefánsson sem kom frá Fylki í október.

Hjá ÍA eru miðverðirnir Erik Tobias Sandberg, Oliver Stefánsson, Hlynur Sævar Jónsson og Hilmar Elís Hilmarsson.
Athugasemdir
banner