Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 11:44
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe mundar niðurskurðarhnífinn áfram - Ávextir í stað máltíða
Ratcliffe (til vinstri) í stúkunni.
Ratcliffe (til vinstri) í stúkunni.
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe heldur áfram niðurskurði á rekstri Manchester United. Niðurskurðurinn hefur haft áhrif á allar deildir Manchester United en fjölmörgum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp.

Nú greinir Guardian frá því að hann ætli að loka mötuneyti starfsmanna á Old Trafford og hætta að bjóða upp á frían hádegisverð. Í staðinn verða í boði ávextir.

Á Carrington æfingasvæðinu munu aðeins leikmenn en ekki starfsmenn fá máltíðir. Fyrir aðra en leikmenn verður í boði að fá súpu og brauð.

Ratcliffe hefur ráðist í ýmsar aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað félagsins. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada mun kynna nýjar áætlanir á starfsmannafundi í dag.

Manchester United vildi ekki tjá sig við vinnslu fréttar Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner