Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörk Hákons gegn Mónakó
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Lille í frábærum 2-1 sigri gegn Mónakó í frönsku deildinni.

Hákon er búinn að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður í sterku liði Lille og er gaman að fylgjast með framgangi hans í Frakklandi.

Fyrra markið gegn Mónakó skoraði Hákon eftir góðan sprett með boltann. Varnarmenn Mónakó gáfu honum alltof mikið pláss svo Hákon þakkaði fyrir sig með frábæru skoti til að taka forystuna.

Hann tvöfaldaði forystuna 20 mínútum síðar eftir slæm mistök í varnarleik Mónakó. Hákon fékk boltann innan vítateigs og var fyrsta marktilraun hans varin, en Hákon var heppinn og fékk boltann aftur til sín svo hann gat fylgt auðveldlega eftir með marki.

Sjáðu mörkin
Athugasemdir
banner