Það komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum í Svíþjóð, þar sem Hlynur Freyr Karlsson og Júlíus Magnússon voru í sigurliðum í Svenska Cupen.
Hlynur Freyr lék allan leikinn í 3-0 sigri Brommapojkarna gegn Örgryte á meðan Júlíus fékk að spila síðasta hálftímann í 0-1 sigri Elfsborg gegn Brage.
Elfsborg er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvær umferðir og er Brommapojkarna í öðru sæti. Elfsborg og Bromma mætast í úrslitaleik um toppsætið í lokaumferð riðlakeppninnar. Þar verður áhugaverður Íslendingaslagur á dagskrá.
Í danska boltanum sat Elías Rafn Ólafsson á bekknum er Midtjylland tapaði 1-0 í toppslag gegn FC Kaupmannahöfn. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í hóp hjá FCK.
FCK er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Midtjylland hefur tapað tveimur af síðustu fimm leikjum sínum í Superliga.
Að lokum voru Danijel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson ónotaðir varamenn í markalausu jafntefli Istra gegn Slaven Belupo í efstu deild í Króatíu.
Istra er sjö stigum fyrir ofan fallsæti, með 25 stig eftir 23 umferðir.
Brage 0 - 1 Elfsborg
Brommapojkarna 3 - 0 Orgryte
Kaupmannahöfn 1 - 0 Midtjylland
Slaven Belupo 0 - 0 Istra
Athugasemdir