Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 17:27
Ívan Guðjón Baldursson
Damir réði úrslitum með sjálfsmarki - Sveinn Aron skoraði annan leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sarpsborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic var á sínum stað í byrjunarliði DPMM í efstu deild í Singapúr og skoraði hann eina mark leiksins í 1-0 tapi gegn Tampines.

Damir var óheppinn að setja boltann í eigið net en DPMM var lakara liðið á vellinum og verðskuldaði að tapa. DPMM er með 21 stig eftir 23 umferðir á meðan Tampines er í öðru sæti deildarinnar.

Davíð Kristján Ólafsson var þá í byrjunarliði Cracovia sem tók á móti Jagiellonia í efstu deild í Póllandi. Hann spilaði fyrstu 72 mínúturnar og var tekinn af velli í stöðunni 0-2 en liðsfélögum hans tókst að jafna leikinn á lokakaflanum.

Cracovia og Jagiellonia eru í Evrópubaráttunni, en Cracovia er sjö stigum frá Evrópusæti sem stendur.

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði þá jöfnunarmarkið fyrir Sarpsborg í æfingaleik gegn KFUM Oslo, þar sem lokatölur urðu 1-1. Þetta er annar leikurinn í röð sem Sveinn Aron tekur þátt í og skorar.

Í danska boltanum var Daníel Freyr Kristjánsson í tapliði Fredericia gegn HB Köge í næstefstu deild. Fredericia var á heimavelli og er þetta tap afar óvænt, þar sem Daníel Freyr og félagar eru í toppbaráttunni á meðan Köge er í fallbaráttunni.

Galdur Guðmundsson kom inn af bekknum og fékk að spila síðustu tíu mínúturnar í óvæntu 1-2 tapi hjá Horsens gegn botnliði Roskilde. Horsens er í baráttu um að komast upp í efstu deild.

Í Belgíu var Andri Lucas Guðjohnsen í byrjunarliði Gent sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn toppliði Genk. Gent er áfram í Evrópubaráttu, með 41 stig eftir 27 umferðir.

Ef við förum yfir til Grikklands þá tapaði Panathinaikos á útivelli gegn Lamia. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í byrjunarliðinu en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Panathinaikos skapaði sér mikið af færum en tapaði þó 3-1 og er áfram í þriðja sæti grísku deildarinnar, fimm stigum eftir toppliði Olympiakos sem á leik til góða.

Að lokum var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Brescia sem gerði markalaust jafntefli í Serie B á Ítalíu. 36 ára gamall Birkir átti góðan leik og er Brescia einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir leik dagsins.

Tampines 1 - 0 DPMM
1-0 Damir Muminovic, sjálfsmark ('61)

Cracovia 2 - 2 Jagiellonia

KFUM Oslo 1 - 1 Sarpsborg

Fredericia 1 - 2 Koge

Horsens 1 - 2 Roskilde

Genk 0 - 0 Gent

Lamia 3 - 1 Panathinaikos

Brescia 0 - 0 Sudtirol

Athugasemdir
banner
banner