Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 15:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fotbollskanalen 
Kom ekkert annað til greina
Kolbeinn Þórðarson skrifaði undir nýjan samning til 2028.
Kolbeinn Þórðarson skrifaði undir nýjan samning til 2028.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson skrifaði nýlega undir nýjan samning við sænska félagið Gautaborg. Í viðtali við þarlenda fjölmiðla segir hann ekki einu sinni hafa skoðað möguleika á öðrum tilboðum.

Kolbeinn hefur ekki getað tekið þátt í fyrstu leikjum Gautaborgar á árinu 2025 vegna meiðsla í kálfa en er mættur aftur til æfinga.

„Tilfinningin er svo góð. Það er yndislegt að vera kominn aftur til æfinga," segir Kolbeinn við Fotbollskanalen en hann gat ekki æft með liðsfélögum sínum í æfingaferð í Portúgal.

„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Ég er stoltur. Ég íhugaði ekkert að fara í annað lið, hugur minn hefur alltaf verið á að halda áfram hér. Mér líkar vel við Gautaborg og þetta er frábært félag að vera í. Ég elska að spila í treyjunni."

Kolbeinn hefur verið hjá Gautaborg í eitt og hálft ár en þessi 24 ára leikmaður á þrjá landsleiki fyrir Ísland. Nýr samningur hans er til 2028.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner