Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Arne Slot: Verður fimmti leikurinn á fimmtán dögum
Mynd: EPA
Arne Slot þjálfari Liverpool var kátur eftir frábæran sigur á útivelli gegn Manchester City. Liverpool er komið með frábæra forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og þarf mikið að gerast til að liðið sigri ekki deildina í ár.

Slot hefur farið ótrúlega vel af stað við stjórnvölinn hjá Liverpool en Jürgen Klopp og stjórnendur félagsins eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa byggt upp svona sterkan leikmannahóp.

„Þetta var frábær sigur í mjög erfiðum leik. Við þurftum að verjast mjög mikið en gerðum það frábærlega. Við þjáðumst mikið þar sem þeir héldu boltanum vel innan liðsins, þeir elska að gera það," sagði Slot. „Í fyrri hálfleik leið mér eins og City gæti skorað hvenær sem er en í seinni hálfleik fannst mér varnarleikurinn okkar öruggari. Þeir skoruðu rangstöðumark og voru stórhættulegir í fyrri hálfleiknum.

„Við höfum oft spilað svona leiki áður og gerðum vel að nýta færin sem við fengum úr skyndisóknum. Ég er mjög ánægður með að hafa sigrað á Etihad, það eru ekki mörg lið sem geta það."


Þetta var fyrsti sigur Liverpool gegn lærlingum Pep Guardiola á Etihad leikvanginum. Næsti leikur er á heimavelli gegn Newcastle United næsta miðvikudag.

„Þetta verður fimmti leikurinn okkar á fimmtán dögum og við eigum hann sem betur fer á heimavelli með stuðningsmennina á bakvið okkur. Þegar strákarnir finna fyrir þreytu geta áhorfendur veitt þeim auka orku með stuðningi sínum. Við vitum hversu erfiðir andstæðingar Newcastle eru."
Athugasemdir
banner
banner