Alexander Isak hélt áfram að skora þegar Newcastle vann 4-3 sigur gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Isak gerði tvennu í leiknum sem hjálpaði Newcastle til muna í Meistaradeildarbaráttunni.
Isak gerði tvennu í leiknum sem hjálpaði Newcastle til muna í Meistaradeildarbaráttunni.
Isak er núna búinn að gera 50 mörk fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en aðeins sex leikmenn voru fljótari en hann að ná þeim áfanga.
Fljótastir í 50 mörk
Erling Haaland – 48 leikir
Andy Cole – 65 leikir
Alan Shearer – 66 leikir
Ruud van Nistelrooy – 68 leikir
Mohamed Salah og Fernando Torres – 72 leikir
Alexander Isak – 76 leikir
Isak verður líklega eftirsóttur næsta sumar en hann verður alls ekki ódýr á markaðnum.
Athugasemdir