Slóvenski dómarinn Slavko Vincic flaug til Tyrklands til að dæma toppslaginn í tyrknesku deildinni, viðureign Galatasaray og Fenerbahce sem fram fer í dag.
Bæði félög báðu um að ekki yrði tyrkneskur dómari á leiknum en mjög umdeild atvik hafa átt sér stað í tyrkneska boltanum.
Vincic er talinn einn besti dómari heims í dag en hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta ári.
Bæði félög báðu um að ekki yrði tyrkneskur dómari á leiknum en mjög umdeild atvik hafa átt sér stað í tyrkneska boltanum.
Vincic er talinn einn besti dómari heims í dag en hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta ári.
Leikmenn Adana Demirspor gengu af velli í leik gegn Galatasaray fyrr í þessum mánuði en þeir mótmæltu þá vítaspyrnu sem dæmd var gegn þeim.
Deildin var stöðvuð í desember 2023 eftir að forseti MKE Ankaragucu fór inn á völlinn og kýldi dómara eftir að lið hans fékk á sig mark á sjöundu mínútu uppbótartíma.
Fenerbahce er sex stigum á eftir Galatasaray í tyrknesku deildinni fyrir leik dagsins. Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, fagnar því að erlendur dómari hafi verið fenginn til að dæma leikinn.
„Ég tel að þetta sé mikilvægt fyrir áreiðanleika og ímynd leiksins. Þetta er toppdómari," segir Mourinho.
Athugasemdir