Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville segir ljóst að Liverpool verði meistari
Liverpool er með þægilegt forskot.
Liverpool er með þægilegt forskot.
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United, hefur bókað það að Liverpool sé að fara að vinna sinn 20. deildarmeistaratitil.

Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Manchester City á útivelli í gær. Daginn áður tapaði Arsenal, liðið í öðru sæti deildarinnar, á móti West Ham á heimavelli.

„Þeir eru með svo mikla reynslu og eru með stjórnina," sagði Neville um stöðuna.

„Meiðsli eru kannski það eina sem geta stoppað þá. Þú myndir kannski tala um liðið sem eru fyrir aftan þá en liðið sem er fyrir aftan þá er ekki að bíða eftir þeim. Þeir eru að klúðra."

Neville segir að Arsenal hafi fengið tækifæri til að blanda sér í baráttuna en þeir hafi ekki nýtt sér það.
Athugasemdir
banner
banner
banner