Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Þurfum að líta til framtíðar
Mynd: Man City
Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það var nokkuð jafnt með liðunum í dag en Liverpool skapaði sér betri færi og verðskuldaði að lokum sigurinn þar sem varnarleikur Man City var ekki upp á marga fiska. Heimamenn héldu boltanum þó vel innan liðsins og komust oft í álitlegar stöður en tókst ekki að nýta tækifærin. Við komumst oft í góðar stöður á síðasta vallarþriðjungnum en tókum rangar ákvarðanir.

„Ef maður tapar þá er mikilvægt að tapa með þessum hætti. Ég sá margt mjög jákvætt við þessa frammistöðu, þetta félag á bjarta framtíð með þessa leikmenn innanborðs. Allir leikmennirnir sem spiluðu í dag eru ungir, allir nema Kevin De Bruyne og kannski Nathan Aké. Framtíðin er mjög björt," sagði Pep að leikslokum.

„Reyndari leikmenn munu fá hlutverk á næstu leiktíð en við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir næsta skref, það eru kynslóðaskipti í gangi hjá okkur. Við spiluðum vel í dag þrátt fyrir að vera án margra leikmanna sem eru meiddir. Eina sem vantaði uppá var að nýta stöðurnar sem við sköpuðum.

„Við erum langt frá okkar besta en við sjáum til hvernig framtíðin verður. Við höfum gert frábæra hluti á síðustu árum en þau eru liðin, við þurfum að líta til framtíðar."

Athugasemdir
banner
banner
banner