Orri Steinn Óskarsson leiddi sóknarlínu Real Sociedad á heimavelli gegn Leganés í efstu deild spænska boltans í kvöld.
Real Sociedad var sterkari aðilinn og skóp þægilegan sigur þar sem Arsen Zakharyan tók forystuna snemma leiks.
Takefusa Kubo tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og innsiglaði Jon Ander Olasagasti sigurinn á 80. mínútu. Lokatölur 3-0.
Sociedad er í harðri baráttu um Evrópusæti og er einu stigi frá Sambandsdeildinni. Leganés er einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Það fór annar leikur fram fyrr í kvöld þegar Getafe tók á móti Antony og félögum í Real Betis. Isco reyndist hetjan í 1-2 sigri Betis en Antony gaf eina stoðsendingu snemma leiks og fékk svo að líta rauða spjaldið í uppbótartíma seinni hálfleiks.
Isco skoraði bæði mörk Betis á meðan Borja Mayoral gerði eina mark Getafe í leiknum.
Betis er í harðri baráttu um Evrópusæti, fimm stigum fyrir ofan Getafe.
Real Sociedad 3 - 0 Leganes
1-0 Arsen Zakharyan ('12)
2-0 Takefusa Kubo ('48)
3-0 Jon Ander Olasagasti ('80)
Getafe 1 - 2 Betis
0-1 Isco ('18 )
0-2 Isco ('77 , víti)
1-2 Borja Mayoral ('82 )
Rautt spjald: Antony, Betis ('94)
Rautt spjald: Domingos Duarte, Getafe ('96)
Athugasemdir