Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 tapaði seinni leik sínum gegn Skotlandi
Ragnheiður Þórunn gerði mark Íslands.
Ragnheiður Þórunn gerði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 landslið kvenna tapaði seinni vináttuleik liðsins gegn Skotlandi í gær, 1-2.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, sem leikur með Val, skoraði mark Íslands í seinni hálfleik.


Ísland vann fyrri leik liðanna á fimmtudag 3-1 en tapaði svo þegar liðin áttust aftur við í gær.

Næsta verkefni liðsins eru milliriðlar í undankeppni EM 2025 þar sem liðið er með Noregi, Slóveníu og Portúgal í riðli í baráttunni um að komast inn á Evrópumótið.

Byrjunarlið Íslands í gær:
12. Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir (m) - Haukar
2. Líf Joostdóttir Van Bemmel - Breiðablik
5. Helga Rut Einarsdóttir - Breiðablik
6. Bergdís Sveinsdóttir (f) - Víkingur R.
11. Freyja Stefánsdóttir - Víkingur R.
13. Brynja Rán Knudsen - Þróttur R.
14. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir - Fylkir
15. Bríet Jóhannsdóttir - Þór/KA
16. Amalía Árnadóttir - Þór/KA
17. Salóme Kristín Róbertsdóttir - Keflavík
20. Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner