Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Young vitnaði í gamla stjórann sinn eftir vítaatvikið í gær
Young að ræða við Mourinho.
Young að ræða við Mourinho.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andrew Madley benti á vítapunktinn inn á vítateig Manchester United í uppbótartíma leiks liðsins gegn Everton í gær. Ashley Young, leikmaður Everton, virtist vera að krækja í vítaspyrnu eftir glímu við varnarmennina Matthijs de Ligt og Harry Maguire.

Madley fékk svo skilaboð úr VAR herberginu um að hann ætti að skoða atvikið betur og eftir að hafa skoðað það í VAR skjánum tók hann ákvörðun sína til baka.

Staðan var þarna 2-2 og urðu það lokatölur í leiknum.

Young fór á X (áður Twitter) eftir leik og vitnaði þar í sinn gamla stjóra, Jose Mourinho.

„Ég vil helst ekki tala, ef ég tala lendi ég í miklum vandræðum," sagði Mourinho eftirminnilega á sínum tíma. Mourinho sagði þessa frægu setningu eftir tap Chelsea gegn Aston Villa

Young er fyrrum leikmaður United og lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-18.


Athugasemdir
banner
banner