Harvey Elliott og Alisson hafa fengið mikla gagnrýni fyrir aðkomu sína að öðru marki Brentford í 3-1 tapi Liverpool í kvöld.
Michael Owen og Owen Hargreaves skildu ekkert í því hvað fór í gegnum hugan á þeim tveimur í aðdraganda marksins.
„Ég skil bara alls ekki hvað Elliott er að gera þarna á sínum vallarhelmingi? Láta boltann fara í gegnum klofið. Svo skyndilega voru þeir mun færri á fjærstönginni og það er 2-0 og brekkan orðin brött," sagði Owen.
„Þetta er hræðileg gabbhreyfing hjá Elliott. Þetta er ekki góður bolti hjá Alisson. Þegar þú ert undir pressu farðu þá bara í langann bolta," sagði Hargreaves.
Athugasemdir