Thomas Frank var eðlilega í skýjunum með góðan 3-1 sigur Brentford á Liverpool í kvöld en hann sagði að þetta hafi ekki komið sér mikið á óvart.
„Ég get ekki sagt að leikmennirnir séu að koma mér á óvart en þeir halda áfram að heilla mig. Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur hvernig sem á það er litið, mjög vel gert," sagði Frank.
Þetta var fyrsti sigur Brentford á Liverpool frá árinu 1938.
Brentford mætir West Ham í næstu umferð þann 14. janúar og ef allt fer á besta veg getur Brentford komist upp fyrir Liverpool í töflunni eftir þann leik.
Athugasemdir