Miðjumaðurinn Alexis Mac Allister sneri í dag aftur til Brighton eftir að hafa hjálpað argentínska landsliðinu að vinna heimsmeistaramótið í Katar.
Mac Allister spilaði stórt hlutverk í liði Argentínu og var af mörgum talinn einn besti miðjumaður mótsins.
Mac Allister spilaði stórt hlutverk í liði Argentínu og var af mörgum talinn einn besti miðjumaður mótsins.
Hann er fyrsti leikmaður í sögu Brighton sem er í sigurliði á HM í fótbolta.
Honum var vel fagnað þegar hann sneri aftur á æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins í morgun.
Það var konfettí og alls konar læti en það er vel hægt að mæla með myndbandinu hér að neðan.
Brilliant 70 seconds to begin your day. Brighton players and staff welcome Argentine World Cup winner Alexis Mac Allister back to the club with a standing ovation, ???????? flags and confetti after he was the first ever player from the club to win the World Cup. pic.twitter.com/sXByih7NmI
— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 2, 2023
Athugasemdir