City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 02. janúar 2023 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu magnaða móttöku sem Mac Allister fékk er hann sneri aftur
Miðjumaðurinn Alexis Mac Allister sneri í dag aftur til Brighton eftir að hafa hjálpað argentínska landsliðinu að vinna heimsmeistaramótið í Katar.

Mac Allister spilaði stórt hlutverk í liði Argentínu og var af mörgum talinn einn besti miðjumaður mótsins.

Hann er fyrsti leikmaður í sögu Brighton sem er í sigurliði á HM í fótbolta.

Honum var vel fagnað þegar hann sneri aftur á æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins í morgun.

Það var konfettí og alls konar læti en það er vel hægt að mæla með myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner