Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Schick sjóðandi heitur - Annað jafntefli Frankfurt í röð
Mynd: EPA
Það er áfram sex stiga munur á Bayern og Leverkusen í tveimur efstu sætunum í þýsku deildinni en Frankfurt er að dragast aftur úr eftir jafntefli í dag.

Victor Boniface kom Leverkusen yfir gegn Hoffenheim. Jeremie Frimpong bætti öðru markinu við stuttu síðar og staðan 2-0 í hálfleik.

Boniface var tekinn af velli í hálfleik og Patrik Schick kom inn á í hans stað. Hann skoraði þriðja mark liðsins eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið en hann hefur skorað fjórtán mörk í síðustu tíu deildarleikjum.

Alex Grimaldo fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir klukkutíma leik. Hoffenheim fékk aukaspyrnu við vítateiginn og Gift Orban minnkaði muninn eftir atgang inn á teignum. Nær komust þeir ekki og sigur Leverkusen staðreynd.

Frankfurt gerði annað jafnteflið í röð í deildinni þegar liðið gerði jafntefli gegn Wolfsburg í dag. Frankfurt er í 3. sæti sjö stigum á eftir Leverkusen sem er í 2. sæti.

Bayer 3 - 1 Hoffenheim
1-0 Victor Boniface ('15 )
2-0 Jeremie Frimpong ('19 )
3-0 Patrik Schick ('51 )
3-1 Emmanuel Gift ('62 )
Rautt spjald: Alex Grimaldo, Bayer ('61)

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Wolfsburg
0-1 Mohamed Amoura ('50 )
1-1 Can Uzun ('81 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 20 16 3 1 62 19 +43 51
2 Leverkusen 20 13 6 1 49 27 +22 45
3 Eintracht Frankfurt 20 11 5 4 45 27 +18 38
4 RB Leipzig 20 9 6 5 34 29 +5 33
5 Stuttgart 20 9 5 6 37 30 +7 32
6 Mainz 20 9 4 7 33 24 +9 31
7 Gladbach 20 9 3 8 32 30 +2 30
8 Werder 20 8 6 6 34 36 -2 30
9 Freiburg 20 9 3 8 27 36 -9 30
10 Wolfsburg 20 8 5 7 43 35 +8 29
11 Dortmund 20 8 5 7 36 34 +2 29
12 Augsburg 20 7 5 8 24 35 -11 26
13 St. Pauli 20 6 3 11 18 22 -4 21
14 Union Berlin 20 5 6 9 16 27 -11 21
15 Hoffenheim 20 4 6 10 26 40 -14 18
16 Heidenheim 20 4 2 14 25 42 -17 14
17 Holstein Kiel 20 3 3 14 31 52 -21 12
18 Bochum 20 2 4 14 17 44 -27 10
Athugasemdir
banner
banner