Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmót kvenna: Stjarnan/Álftanes rúllaði yfir Víking en fær ekki titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 5 Stjarnan/Álftanes
0-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('14 )
1-1 Freyja Stefánsdóttir ('28 )
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('43 )
1-3 Arna Dís Arnþórsdóttir ('44 )
1-4 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('45 )
1-5 Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('86 )

Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness vann stórsigur á Víkingi í úrslitum Reykjavíkurmótsins en fær ekki titilinn þar sem liðinu var boðið að taka þátt en er ekki úr Reykjavík.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom Stjörnunni/Álftanes yfir eftir stundafjórðung. Freyja Stefánsdóttir jafnaði metin eftir hálftíma leik.

Stjarnan/Álftanes fór hamförum undir lok fyrri hálfleiks en liðið skoraði þrjú mörk á tveggja mínútna kafla en Úlfa Dís skoraði tvö af þeim og skoraði því þrennu í leiknum.

Það var síðan Fanney Lísa Jóhannesdóttir sem skoraði stórkostlegt mark með skoti fyrir utan teiginn, sláin inn, og innsiglaði sigurinn undir lok leiksins.




Athugasemdir
banner
banner
banner