Jordan Henderson, leikmaður Ajax, var mjög pirraður þegar hann ræddi við fréttamann eftir sigur Ajax gegn Feyenoord í kvöld.
Hann var sagður vilja ganga til liðs við Mónakó og var ekki með fyrirliðabandið gegn Galatasaray í Evrópudeildinni í vikunni. Hann var hins vegar kominn með bandið í dag.
„Sagði þjálfarinn að að ég vildi fara til Mónakó?" Spurði Henderson. En fréttamaðurinn taldi að það hafi verið út af góðu samningstilboði en Henderson neitaði.
„Sagði Ajax að þeir vildu selja þig?" spurði fréttamaðurinn. „Þeir voru í viðræðum varðandi kaupverð." Þá spurði fréttamaðurinn hvort hann hefði viljað fara á frjálsri sölu.
„Nei þeir voru í viðræðum um kaupverð. Þetta snýst ekki um smáaatriðin, ég ætla ekki að gefa þau upp, ég veit sannleikann, ég veit hvað gerðist. Ég er bara hérna til að segja mína hlið," sagði Henderson.
Samtalið var mun lengra en því lauk með því að fjölmiðlafulltrúi Ajax steig inn í og vildi fá spurningar tengdar leiknum.
Athugasemdir