Manchester City steinlá gegn Arsenal á Emirates í kvöld 5-1. Arsenal komst yfir snemma leiks eftir slæm varnarmistök en City tókst að jafna en tæpri mínútu síðar komst Arsenal aftur yfir og gekk á lagið.
John Stones átti erfitt uppdráttar í vörnninni hjá City en hann bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á frammistöðu liðsins.
„Þetta er erfitt, við erum allir tapsárir. Það er erfitt að finna orðin strax eftir leik. Vil biðja stuðningsmennina afsökunar sem ferðuðust hingað til að horfa á þetta," sagði Stones.
„Það er ekki ásættanlegt hvernig við spiluðum síðasta hálftímann, sem lið og persónulega. Hrós á Arsenal, það er ekki auðvelt að koma hingað. Við spiluðum frábæran fótbolta á köflum."
Athugasemdir