Umræða hefur skapast eftir úrsltaleik Reykjavíkurmóts kvenna sem fram fór í kvöld en Stjarnan/Álftanes vann leikinn gegn Víkingi en Víkingur fékk bikarinn og Stjarnan/Álftanes silfrið.
Stjarnan/Álftanes vann leikinn örugglega 5-1 en fær ekki heiðurinn að vinna mótið þar sem um Reykjavíkurmót sé að ræða og liðið fékk leyfi til að taka þátt í mótinu þrátt fyrir að félagið sé ekki í Reykjavík.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, skilur ekki mótið en hann tjáði sig um leik kvöldsins á samfélagsmiðlinum X í kvöld.
„Afsakið en Reykjavíkurmót kvenna er grín. 2022 kom enginn til að veita verðlaun, 2023 fór enginn úrslitaleikur fram, 2024 mættu tvö stórlið ekki til leiks út af atburðunum árið 2023. 2025 fær Stjarnan boð um að taka þátt til að bæta við liðum, vinna keppnina en enda í 2. sæti," skrifar Nik.
Þróttur vann mótið 2022 en fékk engin verðlaun eftir sigurleik gegn Fjölni. Árið 2023 áttu Valur og Þróttur að mætast í úrslitaleik mótsins en ekkert var úr því að sá leikur færi fram. NIk var þjálfari Þróttar þessi ár en hann tók við Breiðabliki eftir tímabilið 2023.
I'm sorry, but the rvkmot competition is a joke on the women's side. 2022 don't show up to give the trophy, 2023 didn't play the final, 2024 two big teams don't enter because of 2023, 2025 Stjarnan invited to help with numbers, win the competition but given 2nd #fotboltinet https://t.co/QNPrm9OqrH
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) February 2, 2025
Athugasemdir