Adam Ægir Pálsson er að færa sig um set á Ítalíu samkvæmt heimildum fjölmiðla þar í landi.
Adam Ægir gekk til liðs við Perugia í Serie C frá Val á láni síðasta sumar en hann er sagður á leið til Novara í sömu deild.
Lánssamningurinn mun því færast yfir á Novara og félagið mun hafa forkaupsrétt á þessum 26 ára gamla sóknarmanni.
Adam hefur verið úti í kuldanum hjá Perugia undanfarið en hann hefur leikið 12 leiki fyrir liðið og skorað þrjú mörk, öll í neðrideildabikarnum.
Novara er í 9. sæti A-riðils C deildarinnar en Perugia er í 14. sæti B-riðils.
Þess má geta að Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Novara. Þá var Árni Vilhjálmsson hjá félaginu fyrri hluta síðasta árs. Giacomo Gattuso, frændi ítölsku goðsagnarinnar Gennerao Gattuso, þjálfari liðsins.
Athugasemdir