Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís hafði betur í frumraun Emilíu - Hlín spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leicester
Mynd: RB Leipzig
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir lék sinn fyrsta leik með RB Leipzig í þýsku deildinni í kvöld en hún gekk til liðs við félagið frá Nordsjælland um áramótin.

Hún byrjaði á bekknum í kvöld en það var ekki auðvelt verkefni sem tók á móti liðinu því Bayern var í heimsókn. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna var á sínum stað í byrjunarliðinu.

Eina mark leiksins kom á 11. mínútu en það skoraði Magdalena Eriksson fyrir Bayern. Emilía kom inn á og spilaði allan seinni hálfleikinn en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Bayern er í 2. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg stig og topplið Frankfurt. Leipzig er í 8. sæti með 19 stig.

Hlín Eiríksdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leicester þegar liðið tapaði 4-1 gegn Everton í ensku deildinni en hún gekk til liðs við félagið frá Kristianstad. Hún spilaði síðustu tíu mínúturnar í dag. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Brighton gegn Crystal Palace.

Þá spilaði Dagný Brynjarsdóttir um 20 mínútur í 1-0 tapi West Ham gegn Liverpool. Brighton er í 5. sæti með 18 stig eftir 13 umferðir, West Ham er í 9. sæti með 11 stig og Leicester í 11. og næst neðsta sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner