Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þrjú mörk dæmd af Inter í grannaslagnum - Dramatík í Róm
Stefan de Vrij skoraði dramatískt mark í kvöld
Stefan de Vrij skoraði dramatískt mark í kvöld
Mynd: EPA
Angelino bjargaði stigi fyrir Roma
Angelino bjargaði stigi fyrir Roma
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík í ítölsku deildinni í kvöld. Það var grannaslagur þegar AC Milan fékk Inter í heimsókn og topplið Napoli heimsótti Roma.

Federico Dimarco, leikmaður Inter, kom boltanum í netið snemma leiks en Lautaro Martinez var dæmdur rangstæður í aðdragandanum og markið dæmt ógilt.

Martinez skoraði síðan eftir undirbúning Nicolo Barella en Barella tímasetti hlaupið ekki nægilega vel og var dæmdur rangstæður.

AC Milan tókst að skora löglegt mark undir lok fyrri hálfleiks þegar Tijjani Reijnders skoraði og staðan því 1-0 fyrir Milan í hálfleik.

Martinez kom boltanum í netið í þriðja sinn fyrir Inter eftir klukkutíma leik en í þetta sinn var Denzel Dumfries dæmdur brotlegur. Staðan enn 1-0.

Það var síðan í uppbótatíma sem Nicola Zalewski sendi boltann út í teiginn með bringunni og boltinn barst til Stefan de Vrij sem skoraði og tryggði Inter stig.

Það var önnur eins dramatík í Róm en Leonardo Spinazzola kom Napoli yfir þegar hann vippaði boltanum yfir Mile Svilar, markmann Roma. Spinazzola gekk til liðs við Napoli eftir að samningur hans við Roma rann út siðasta sumar.

Það var síðan Angelino sem jafnaði metin í uppbótatíma með glæsilegu marki. Tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf.

Milan 1 - 1 Inter
1-0 Tijani Reijnders ('45 )
1-1 Stefan de Vrij ('90 )

Roma 1 - 1 Napoli
0-1 Leonardo Spinazzola ('29 )
1-1 Angelino ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 23 17 3 3 38 16 +22 54
2 Inter 22 15 6 1 56 19 +37 51
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Juventus 23 9 13 1 39 20 +19 40
5 Fiorentina 22 11 6 5 37 23 +14 39
6 Lazio 22 12 3 7 38 30 +8 39
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 22 9 8 5 33 24 +9 35
9 Roma 23 8 7 8 34 29 +5 31
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 21 32 -11 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner