Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Sparta Rotterdam þegar liðið fékk Groningen í heimsókn í hollensku deildinni.
Tobias Lauritsen skoraði eina mark leiksins fyriri Sparta eftir klukkutíma leeik. Brynjólfur Willumsson var í byrjunarliði Groningen en var tekinn af velli fljótlega eftir markið. Kristian spilaði 86. mínútur en Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á í uppbótatíma hjá Sparta.
Sparta er í 16. sæti með 20 stig eftir 21 umferð, liðið er stigi á eftir Groningen. Bæði lið í mikilli fallbaráttu. Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði 73 mínútur þegar Willem II tapaði 2-0 gegn AZ Alkmaar. Willem II er í 13. sæti með 23 stig.
Helgi Fróði Ingason spilaði rúmlega klukkutíma þegar Helmond gerði 1-1 jafntefli gegn Oss í næst efstu deild. Helmond er í 10. sæti með 35 stig eftir 23 umferðir.
Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann þegar Gent vann Anderlecht 1-0 en liðið hafði aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir leikinn í dag.
Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðasta stundafjórðunginn í 2-1 tapi Preussen Munster gegn Kaiserslautern í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 15. sæti með 20 stig eftir 20 umferðir. Kristófer Jónsson kom inn á undir lokin þegar Triestina vann 3-1 sigur gegn Lumezzanee í ítölsku C-deildinni. Liðið er í 17. sætii með 23 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir